Fyrirtækið

Um fyrirtækið

Litamálun er málningarfyrirtæki sem hefur þá stefnu að vinna öll verk eftir óskum viðskiptavina.
Eingöngu eru notuð hágæða efni við réttar aðstæður hverju sinni. Það skiptir ekki máli hversu stórt eða lítið verkið er eða hvar á landinu það er, Litamálun kemur til þín gerir þér tilboð - þér að kostnaðarlausu.

Litamálun tekur að sér alla almenna málningarvinnu og sérverkefni í stórum og smáum byggingum, utanhúss og innan, hvort heldur er fyrir fyrirtæki eða einstaklinga. Litamálun veitir alla helstu ráðgjöf við litaval og samsetningar. Mikil og góð reynsla. Fagmennska, vönduð vinnubrögð og lipur þjónusta.

Litamálun er aðili að Málarameistarafélaginu og Samtökum iðnaðarins.
Image

Fáðu tilboð í verkið

Óskir þú eftir tilboði frá Litamálun getur þú smellt hér og slegið inn nafn þitt, símanúmer og upplýsingar um verkið og við höfum samband innan tveggja sólarhringa. Ekki hika við að hafa samband.

Hver erum við?

Bjarni Þór Gústafsson löggiltur málarameistari er eigandi Litamálunar ehf.
Bjarni hefur starfað við málun í meira en 25 ár og býr því yfir víðtækri reynslu af öllu sem viðkemur málun og málningarvinnu.
Bjarni leggur allan sinn metnað í að hafa fagmennsku að leiðarljósi og skila alltaf vönduðu og góðu verki.
Image
Bjarni Þór GústafssonMálarameistari
Elísa Berglind SigurjónsdóttirViðskiptafræðingur: Bókald & reikningar
Gústaf BjarnasonMálarameistari/Framkvæmdastjóri
Alejandro SambiagioFaglærður málari með sveinspróf
Stefán Örn IngibergssonFaglærður málari með sveinspróf
Ottó Erling KjartanssonSérhæfður aðstoðamaður
Daníel Þór IngólfssonSumarstarfsmaður
Úlfur Kuzey ÁsgeirssonNemi
Image

Litamálun er málningarfyrirtæki sem hefur þá stefnu að vinna öll verk eftir óskum viðskiptavina. Eingöngu eru notuð hágæða efni við réttar aðstæður hverju sinni.

Hafa samband

Lyngháls 5,
110 Reykjavík
malun@litamalun.is
770 1400
770 2600

Þjónusta