Fróðleikur

Hvað er litur?

Litur er huglæg upplifun sem verður til af því að skynja endurkast ljóss af tiltekinni tíðnidreyfingu bylgjulengda innan litrófsins, þ.e. þeirra bylgjulengda sem mannsaugað greinir.
Í eðlisfræðilegum skilningi eru hvítur og svartur ekki litir, því að hvítt felur í sér endurkast allra bylgjulenda í jöfnum mæli, en svartur þýðir fjarvera sýnilegs ljóss. Í daglegu tali er þó talað um hvítan og svartan lit.

Litur getur einnig átt við eiginleika tiltekinna hluta eða efna, sem ræðst af því hvaða bylgjulengdir yfirborð hlutarins drekkur í sig og hvaða bylgjulengdum hann endurvarpar. Til dæmis er hlutur grænn ef hann drekkur í sig flestar bylgjulengdir sýnilegs ljóss en endurvarpar ljósi af þeirri samsetningu sem mannsaugað greinir sem grænt.
Image

Málning

Málning er litaður þornandi vökvi sem borinn er á undirlag til að lita það og/eða verja gegn skemmdum með því að þekja það ógagnsærri, þurri filmu. Meginhlutar málningar eru bindiefnið (sem oftast skilgreinir hverrar tegundar málningin er), litarefni, leysiefni, fylliefni og hjálparefni. Hluti málningarinnar (leysiefni og ýmis hjálparefni) gufar upp þegar hún þornar en hluti verður eftir í filmunni (þurrefnisinnihald). Málning getur verið eðlisþornandi eða efnisþornandi eftir því hvort hún þornar við uppgufun leysiefnisins (s.s. akrýlmálning) eða við efnahvörf í bindiefninu (s.s. alkýðmálning). - af wikipedia.org

Litblinda

Litasjón mansins felst í þremur nemum sem eru í auganu nefndar keilur. Ein gerðin nemur gula liti, ein bláa og ein rauða liti. Ef ein gerðin bilar þá brenglast litirnir. Þetta er ekki ósvipað og litirnir í tölvunni eru myndaðir. Utan til á auganu eru stafirnir en þeir nema ljós og hjálpa til við rökkursjón.

Algengasta litblindan er þegar skortur er á grænum keilum -
Óalgengara er að skorti bæði grænar og rauðar keilur og enn óalgenera er að það vanti bláar keilur.

Ef allar keilurnar eru af sömu gerð þá sér fólk enga liti en það er mjög sjaldgæft.

Karlmenn eru oftar litblindir en konur - 7 - 10% karla eru með skerta litasjón.
Þeir sem eru litblindir læra að búa við sína liti - læra að efsta ljósið er rautt og þegar það logar má ekki fara yfir. Þessir einstaklingar eiga erfitt með að velja saman samstæða sokka og kaupa sér oft föt í undarlegum litum og setja saman við aðra liti á ótrúlegan hátt. (Að öðrum finnst).

Þeir sem eru litblindir sjá ekki réttar tölur eða form út úr þessum myndum.

Image
Image
Image
Image
Image
Þú átt að sjá hring - stjörnu og ferning
Image
Þú átt að sjá bát
Image
Þú átt að sjá ferning og hring
Image

Litamálun er málningarfyrirtæki sem hefur þá stefnu að vinna öll verk eftir óskum viðskiptavina. Eingöngu eru notuð hágæða efni við réttar aðstæður hverju sinni.

Hafa samband

Lyngháls 5,
110 Reykjavík
malun@litamalun.is
770 1400
770 2600

Þjónusta